Fyrirtækjaþjónusta

Bergsson Mathús hefur allt frá byrjun þjónustað smærri og meðalstórum fyrirtækum með mat, hugmynd okkar um fyrirtækjamat er einföld, góður næringaríkur og hollur matur sem þjónar vinnandi fólki og endist nokkuð út daginn. Það eru alltaf tvær tegundir af salati plús grænt salat, brauð sem er annaðhvort súrdeigsbrauð eða heilsubrauð og jógúrt sósa. Yfirleitt kjötréttur sem er próteinið og svo gott kolvetni einsog t.d. hýðishrísgrjón.

Það er alltaf hægt að kaupa : Hummus eða Pestó aukalega með.

Einnig ef fyrirtæki vilja breyta til og hafa fisk, þá erum við alltaf með fisk dagsins sem hægt er að panta með eins dags fyrirvara (mælum alveg með því).

Við erum með matseðil vikunnar sem við sendum í pósti en einnig er hann á heimasíðu okkar bergsson.is.

Endilega sendið okkur póst á pontun@bergsson.is um áætlaðan fjölda starfsmanna og hversu oft í viku þið viljið mat og við getum gefið ykkur tilboð. Einnig er hægt að ná í okkur í síma 5710840.

Við tökum vel á móti ykkur

Með bestu kveðju og von um gott samstarf.
Þórir Bergsson

20171004_110045.png
 
 
 
 

Réttir dagsins vikunnar
09 - 13 Okt.

Mánudagur 9. Okt
Parmesan hjúpaður kjúklingur með basiltómmatsósu og hýðishrísgrjón.
Þriðjudagur 10. Okt
Tyrkneskar köfta bollur með bulgur og ristaðri papriku sósu
Miðvikudagur 11. Okt
Ofnbakaður kjúklingur með sætum kartöflum og satay sósu
Fimmtudagur 12. Okt
Hægeldað lambalæri með hvítlauk, rósmarin og kartöflu bátum.
Föstudagur 13. Okt
Moussaka (grískur kjötréttur) með salati og hýðishrísgrjónum.

Réttir dagsins vikunnar
16 - 20 Okt.

Mánudagur 16. Okt
Tandori kjúklingur með nanbrauði og raita.

Þriðjudagur 17. Okt
Nauta gúllas með sveppum og kartöflumús.

Miðvikudagur 18. Okt
Marakóskur kjúklingur tagine með fullt af rótargrænmeti

Fimmtudagur 19. Okt
Shawarma lamb með sætkartöflu salati og harrissa.

Föstudagur 20. Okt
Ekta Ítalskt lasagna með hvítlauksolíu og tómmatsalati.

 
 
Fyrirspurnir skal senda á pontun@bergsson.is eða hringja í síma 5710840

BERGSSON MATHÚS  ·  TEMPLARASUND 3  ·  101 REYKJAVIK  ·  TEL: 571 1822  ·  INFO@BERGSSON.IS

BERGSSON RE  ·  GRANDAGARÐI 16  ·  101 REYKJAVÍK  ·  TEL: 571 0822 · INFO@BERGSSON.IS